þriðjudagur, júlí 13, 2004

Leti

Ég hef lítið tölvast síðustu daga vegna þreytu og leti vegna aukinnar vinnu. Ég hef mest legið uppi í sófa með bók og fræðst um ímyndaða glæpaheima Reykjavíkur. Um daginn las ég Svarta Engla eftir Ævar Örn Jósepsson bókin er skruggugóð en alveg ofboðslega lík lýsingunum sem maður heyrir úr þessu skrýtna mannshvarfsmáli sem kom upp í síðustu viku.

********

Í dag hitti manninn sem tók við mínu plássi á sjúkralistanum í fyrirtækinu, til að fylla mitt pláss á listanum þurfti hvorki meira né minna en framkvæmdastjórann sjálfann. Kallinn stoppaði aðeins hjá mér og spurði um heilsu og hvort ég þyrfti að stunda æfingar til að laga löppina, ég sagði eins og er að ég þarf bara að labba öðru hvoru til að fá kraft í fótinn. Ég náði varla að klára orðið því kallinn var rokinn í burtu.

*********

Bíllinn minn er ónýtur, ekki allur bara burðarvirkið í honum. Þessu komst ég að um helgina þegar ég ætlaði að fara að kanna hversu mikið ég þyrfti að sjóða í grindina á honum. Ég er búinn að hafa samband við eina partasölu sem á samskonar bíl en hann er líka með ónýta grind en á annan hátt. Best væri að fá úrbræddan bíl eða með ónýta skiptingu þannig að ég gæti fært vélina úr gamla bílnum yfir í nýrri.
Það er líka freistandi að rífa bílinn í spað og smíða buggy bíl eða einhverslags grindarbíl sem mætti djöflast á í malargryfjum eða fjöru. Til þess að það mætti verða þyrfti ég að eiga bílskúr en það hlýtur að koma að því að maður eignist einn slíkan.

************

Nú er stefnan sett á veiði um næstu helgi mér er nokk sama hvert ég fer að veiða aðal atriðið er að maður komist eitthvað með stöngina.