föstudagur, júlí 30, 2004

Rok og rigning

Það er ekki að spyrja að því að í morgun byrjaði ég í stuttu sumarfríi. Þetta er bara viku frí og að sjálfsögðu byrjaði að rigna á slaginu sex í gær þegar ég kom heim. Ég er ekki frá því að ég sé sá sem veðrið snýst um,,,,, kannski eru veðurguðirnir að segja mér að leggja harðar að mér í vinnu með því að hafa rigningu í hvert einasta sinn sem ég tek mér frí eða slasa mig eitthvað að ráði.

**********

Umhverfisráðherra ættarinnar og listmálarinn koma úr rigningunni fyrir norðan á eftir. Það er svo langt síðan ég sá þau að ég væri ekkert hissa á því að þau hefðu breyst í útliti síðan ég sá þau síðast. Nú þarf maður að fara að setja pressu á þau að halda innflutningspartý svo það megi taka nýju íbúðina þeirra út með glæsibrag.

**********

Ég er að spá í að gera tilraun með að panta mússík og svona eina bók frá Ammiríku og sjá hvort það er ódýrara en að panta frá Breska heimsveldinu.