sunnudagur, ágúst 01, 2004

Verzlunarmannahelgi

Jamm ótrúlegt en satt að verzlunarmannahelgin er að verða búin og við Meinvill höfum ekkert farið út úr bænum. Það helgast af tvennu annarsvegar er veðrið ekkert spes og jeppinn er ónýtur.

************

Í gær fórum við í afmælisveislu til umhverfisráðherra ættarinnar, okkur var boðið upp á eplavöfflur, kaffi og plat pepsi í plastflösku. Þegar við vorum búin að renna niður kræsingunum var gripið til spila, fyrir valinu varð seqence(er ekki alveg sjúr á uppröðun á stöfum í þessu orði) það má eiginlega segja að það hafi verið jafntefli í spilinu nema í einni umferðinni en þá var þrátefli.

***********

Ég ætla ekki að fara á útihátíðina á Austurvelli í dag þó það verði lúðrasveit og ræðuhöld. Sjallarnir ætla ekki að mæta heldur því sá flokkur er fullur af fólki sem með þroska á við eigingjörn leikskólabörn, eini munurinn á þeim og börnunum er að börnin þroskast en ekki pólitíkusarnir.
Lengi lifi forsetinn húrra húrra húrra.