miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Framkvæmdir

Nú er búið að afmá allan bleika litinn af húsinu okkar Meinvills, í staðinn er komin ægilega fín stein klæðning. Ég hélt í einfeldni minni að inngangarnir væru inni í tilboðinu en við þurfum víst að laga þá sjálf þegar smiðirnir verða farnir. Buhu og ég hélt að það kæmi allt til með að verða sjæning þegar vinnuskúrinn færi í burt.

*********

Við fórum í afmæli til ömmu á mánudaginn, kellan var gasalega hress og lék við hvurn sinn fingur og hvatti allar kellingarnar í veisluni að reyna að ná þessum sama aldri og hún svo bætti hún við að þetta væri nú að verða gott, þá barði ég í borðið og benti henni á að fyrir nokkrum árum lýsti hún því yfir við mig að fyrst hún væri orðin þetta gömul væri ekki úr vegi að verða bara 100 ára.
Tignir gestir mættu í veisluna og þess má geta að frænka mín og maðurinn hennar mættu á svæðið á sitthvorum bílnum og er samanlagt verðmæti þeirra meira en íbúðarinnar sem ég bý í. Þess ber að geta að kallinn komst inn á topp fimm yfir þá sem greiddu hæsta skatta í Reykjavík á síðasta ári.
Ég tók að mér bakstur fyrir veisluna og uppskar hrós frá frænkum mínum með þeim orðum að þær hefðu ekki smakkað betri súkkulaðiostaköku, þökk sé fínu bókinni sem ég fékk í afmælisgjöf.

***********

Ég er að vona að ég fái nýju diskana mína frá breska heimsveldinu í kvöld, ég held það verði stór kassi undir herlegheitin því ég pantaði fimm diska þrjár dvd og eina bók. Næst ætla ég að reyna að muna að panta rakvélablöð því þau eru helmingi ódýrari þar en hér. Ég hafði vit á að kaupa svoleiðis í síðustu ferð minni til London, það munar aðeins um það að blöðin kosta 1500 kall 8 stk hér heima en 1500 kall 16 stk í London. Ég dreg í efa að nokkur vilji fá bókina lánaða því þetta er bók um sögu ambienttónlistar, það er einna helst að listmálarinn steli henni en ég held líka að hann lesi allt.

Annars er ég búinn að vera óvenju duglegur að lesa í sumar og er búinn með eina eftir Ævar Örn Jósepsson, þrjár eftir Arnald Indriðason og eina eftir Stephen King, sú bók er reyndar ein sú langdregnasta sem ég veit um það fóru t.d. tvöhundruð blaðsíður í að lýsa eltingaleik þriggja bíla.
Nú er ég að lesa bók sem heitir kvenspæjarastofa nr1 og hún lofar góðu.

***********

Á morgun byrjar svo vinnan aftur og ekki verður tekið meira frí fyrr en ég skelli mér til Danaveldis í heimsókn til Bauna bró og ætli maður tæki ekki smá sveig til svíaríkis líka til að kíkja á tilvonandi nýbúa þar. Ég stefni á að skjótast þangað einhverntíman í haust sennilega í okt frekar en nóv.