Spenningur fyrir menningu
Nú eru tveir eða þrír tímar í að ég set upp alpahúfuna og lími á mig spjótyfirvaraskegg og held í bæinn til að listasnobbast eitthvað aðeins.
Reyndar á ég bágt með að skilja nafnið á viðburðinum sem ég ætla að sækja því þetta kallast víst Menningarnótt en fer fram að mestu um hábjartan dag. Fyrir mörgum árum fór maraþonið fram morguninn eftir menningarnótt, Þá var ekki gaman. Ég hafði eitt sinn brugðið mér í kaupstaðinn fyrir miðnætti til að sjá flugeldasýninguna og drekka eitthvað annað enn menningu í mig, drykkjan stóð eitthvað fram eftir nóttu og fram á næsta morgun í eftirpartýi einhversstaðar í mela eða haga hverfinu. Þetta var fyrir þann tíma að hægt væri að borga með debetkorti fyrir far með leigubílum og þennan morgunn var verið að lagfæra hraðbankana þannig að ég var búinn með peningana og ekki möguleiki að komast í strætó eða leigubíl. Þegar þetta gerðist bjó ég í höfuðstaðnum þannig að það var nú ekkert óskaplegt mál að ganga bara milli hverfa. Þegar ég kom niður á Fríkirkjuveg fór ég að sjá borðum raðað upp með reglulegu millibili og heljarinnar birgðir af djúsi vatni og fleiri drykkjum raðað upp á þau, ég botnaði lítið í þessu og hélt göngunni áfram í átt að Lækjargötu. Þegar ég kom fyrir hornið á lækjargötu við tjörnina sá ég hvernig stóð á öllum drykkjarföngunum því þar blasti við mér hópur fólks sem hafði ekki verið í sama partýi og ég um nóttina, það fór ekki á milli mála. Þarna voru flestir klæddir í stuttbuxur og stuttermaboli teygjandi á sér skanakana í allar áttir haldandi á ávöxtum í öllum regnbogans litum, ég var í gallabuxum og dúnúlpu og ef ég hélt á einhverju hefur það sennilega verið sígaretta eða bjór.
Ég get nú ekki sagt að þetta hafi haft einhver afgerandi áhrif á líf mitt en ég er ekki frá því að ég hafi greikkað sporið meðan ég gekk þarna í gegn því mér fannst ég ekki passa alveg nógu vel inn í hópinn.
Um kvöldið og daginn eftir kom í fréttum að þegar fólkið var að stilla sér upp fyrir hlaupið hafi einhverjar ölvaðar eftirlegukindur verið á vappi í bænum, ég veit ekki hvort ég tilheyrði þessari hjörð sem blaðamennirnir töluðu um en ég veit bara að ég hef ekki séð maraþonborðan sem markar upphaf og enda hlaupsins aftur og sakna hans ekki neitt.
************
Það er búið að bjóða okkur á myndlistarsýningu á eftir á stað sem er sennilega soldið fínn því ég hef heyrt talað um hann í fjölmiðlum án þess að það hafi verið í dagbók lögreglunnar. Það er mágur minn listmálarinn sem heldur þessa sýningu og umhverfisráðherra ættarinnar boðaði okkur á staðinn, sennilega til að halda á kampavínsglösum. Mér finnst gaman að halda á kampavíni því það er alltaf eitthvað merkilegt að gerast þegar ég held á slíku galsi en mér finnst ekkert spes að drekkað það nema það sé úr blárri flösku með miklu ávaxtabragði. Ég man því miður ekki hvað þetta uppáhalds kampavín mitt heitir en ég þekki flöskuna þegar ég sé hana.
Ég ætla líka á ljósmyndasýningu hjá Ingu frænku, nú tala ég eins og ég þekki hana eitthvað en svo er því miður ekki. Við erum samt næstum eins skyld og hægt er, kannski hristi ég bara á henni spaðann á eftir og kynni mig fyrir henni.
************
Í gær horfðum við á Ali G in Da house en hún var sýnd á bláskjá í gær. Þetta var önnur tilraun til að horfa á ræmuna en í fyrra skiptið gáfumst við upp á myndinni vegna þess hve þunn hún er. Nú horfðum við á hana með öðru hugarfari því að ynningu myndarinnar brá fyrir einum af mínum uppáhalds bresku leikurum. Myndin var alveg jafn þunn og í fyrra skiptið en að þessu sinn horfðum við til enda og seinni helmingurinn var betri en sá fyrri. Hvað er málið með þetta fólk hjá ríkisimbanum og nöfn á erlendum myndum ali g in da house= ali g fer á þing og lengi mætti telja en ekkert kemur upp í hugann.
Þegar Ali var búinn setti ég Dvd í spilarann, fyrir valinnu var The Transporter, Bresk/frönsk mynd sem Luc Besson framleiddi, það þarf ekki að taka fram að myndin er hrein og tær snilld eins og flest annað sem maðurinn tekur sér fyrir hendur.
Helvítis drasl ég get ekki leiðrétt vitleysur í síðasta dálknum því að blogger er að stríða mér eitthvað buhu
<< Home