Stórgróði
Sumir segjast hafa grætt þetta mikinn pening þegar þeir hafa sparað nokkrar krónur. Það má segja að ég hafi grætt/sparað hundraðþúsundkall á föstudaginn þegar rukkunin fyrir húsviðgerðinni kom inn um lúguna, tilboðið sem við fengum í verkið hljóðaði upp á fjögurhundruðþúsund á mína íbúð, ég gerði ráð fyrir fimmtíu bláum í viðbót til að það kæmi mér ekkert á óvart þegar gert væri upp, ég var líka búinn að viða að mér yfirdrætti til að geta staðið skil á reikningnum. Á föstudaginn kom svo rukkun upp á hundraþúsundkalli minna en ég hafði gert ráð fyrir þar með var ég búinn að græða hundrað bláa.
************
Við pabbi fórum í veiði í Mýrdal í gær eins og hefur komið fram áður, við mættum klukkan tíu að Heiðarvatni með regngalla stangir nesti og allt annað sem gagnast til að létta manni lífið við veiðiskapinn. Við fengum satt best að segja ömurlegt veður, hávaða rok mestu rigningu sem ég hef séð á íslandi. Ég er ekkert að grínast með það að ef rigningin hefði verið örlítið þéttari hefði maður þurft að taka sundtökin. Aflabrögð voru með ágætum, þó veiddi pabbi meira en ég. Ég fékk einn þriggja punda og nokkra minni en mér sýndist pabbi fá tvo þriggja punda og slatta af öðrum minni. Við komum heim klukkan tíu og ég var sofnaður klukkan hálf tólf.
<< Home