þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Ferðalög

Í haust ætlum við Meinvill til útlands, eða svona hér um bil. Við ætlum að skella okkur fyrir 18 kall til Danveldis en heim fyrir mun hærri fjárhæð. Stefnan er sett beint á Hrossanes í heimsókn til litlu frænku og foreldra hennar, kannski reynum við að hitta fleiri en við verðum bara fimm daga á ferðinni þannig að það verður að skipuleggja tímann svolítið. Við erum að pæla í að vera þrjá daga í Horsens og restina í Köben.

**********

Í gær fórum við í mat til tengdó, þar hittum við Hálf-Ítalann. Drengurinn lék við hvurn sinn fingur og heilsaði mér með þeim orðum "hessi me" (þessi með) svo sýndi hann mér jeppann sem afi hans á og káfaði eitthvað inn í felgurnar með tilheyrandi snyrtimennsku, svo þegar ég fór inn sýndi hann Meinvill pústið á bílnum og klappaði svo allri hliðinni á bílnum. Meinvill fékk það verkefni að þrífa hendurnar á kauða því þær voru eins og á afa hans á góðum degi.

***********

Ég er bara búinn að hlusta á einn diskanna sem ég keypti mér síðast, en það er diskurinn: The civil war með Matmos, lag númer tvö á þeim diski er algjör snilld með sekkjarpípum og overlódandi bassa. Eftir að hafa hlustað á þessa gaura skilur maður alveg afhverju Björk hefur fengið þá til samstarfs við sig.