fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Einmannalegt

Það verður bara að játast að það er að verða hálf einmannalegt á klakanum. Nú eru Virkjarnir fluttir til Svíþjóðar, Bauni bró og familía eru á sínum stað á Hrossanesi og á morgun fer nafni til Danmerkur til að halda áfram með námið sitt. Manni liggur við að segja síðasti maður út slekkur ljósið og læsir á eftir sér.

***********

Í kvöld eldaði ég Íslenska kjötsúpu í fyrsta sinn á ævinni, hún heppnaðist líka svona kjómandi vel í alla staði, ég eldaði að vísu allt of mikið þannig að hún verður bara aftur í matinn á morgun.

************

Ekki grunaði mig að ég ætti á hættu að sitja límdur við sjónvarpið yfir stangastökki kvenna á ólympíuleikum, það gerðist í gær þegar Þórey Edda fyrrverandi nágranni minn hoppaði margfalda hæð sína í loft upp í Aþenu. Spenningnum lauk ekki fyrr en keppni var lokið og ég sem hélt að spennan væri öll úr þegar Þórey felldi.