sunnudagur, ágúst 29, 2004

Túrinn í gær

Lögðum af stað úr bænum klukkan hálf ellefu, fyrsta stopp var í Borgarnesi þar sem við fylltum bílinn af bensíni og fórum svo í fyrirtækið sem er réttur eigandi vörumerkisins KB og þar keypti Orkuveitustarfsmaðurinn sér smá viðbót við nestið sitt. Við komum í Hítardal klukkan tólf og vorum komnir að vatninu hálftíma seinna, þá tók við hálftíma gönguferð að veiðistaðnum sem er tangi langt úti í vatninu. Aflabrögð voru í lágmarki og má segja að hver fiskur sem við lönduðum hafi kostað 1000 kall ef maður deilir veiðileyfunum og aflanum jafnt.
Veiði lauk klukkan rúmlega átta um kvöldið og við vorum komnir í bæinn rétt fyrir klukkan ellefu.

**********

Ég ætla ekki að endurfjármagna lánin sem hvíla á íbúðinni.Ég er nokkuð viss um að það sé einhver refskák í gangi hjá bönkunum og gott ef þetta er ekki líka samsæri. Samsærið felst í því að hafa lánin verðtryggð þannig að það megi nú breyta vöxtunum þegar bráðin hefur bitið á agnið, eins og flestir heilvita menn vita er einhver einstefna á vöxtunum og þeim er alveg ómögulegt að lækka eftir að maður hefur tekið lánið. Þegar allir bankarnir eru búnir að koma sér saman um vaxtastig og dagana sem á að nota til að hækka vextina er smjörkúkurinn Guðjón sendur í kastljósið til að grenja yfir óréttlæti heimsins gagnvart bönkunum og til segja að nú verði ríkið að draga sig út af húsnæðislánamarkaði.(Guðjón er fífl)
Þegar ríkið dregur sig svo út af markaðinum hækka allir sem einn vextina upp í nákvæmlega sömu prósentu og senda svo Guðjón í Kastljósið til að verja vaxtahækkunina fyrir alla bankana.

Eini bankinn sem ég veit til að hafi hækkað innlánsvexti og lækkað útlánsvexti er s24. Um daginn kíkti ég á debetreikninginn minn þar og komst að því að innlánsvextirnir höfðu hækkað úr 4,55% í 5,1% og yfirdráttarvextirnir höfðu lækkað að sama skapi. Vextirnir á gamla debetreikningnum voru 0,5% þannig að þetta er nokkur munur.