Asnalegar auglýsingar
Það kemur fyrir að fyrirtæki hrinda af stað grút leiðinlegum auglýsingaherferðum sem bylja á manni af og til allan daginn. Oft á tíðum er hin mesta skemmtun að horfa/hlusta á þessar auglýsingar og sbr Essó auglýsingarnar með Þorsteini Guðmundssyni og osta auglýsingarnar með Helgu Brögu. Oft vill þó brenna við að einhverjir gaurar sem eru skemmtilegir og hressir í vinnunni er settir framan við hljónema og sagt að vera fyndnir, þessi leið á sennilega að spara fyrirtækinu háar fjárhæðir sem annars myndu renna til gráðugra leikara sem eins og alþjóð veit eru hálaunafólk(Ingvar E Sigurðsson var með 61000 á mánuði í fyrra). Sælgætisgerð ein hér í bæ er á góðri leið með að gera mig galinn á daginn meðan ég er í vinnunni, þeir hafa sennilega fengið bílstjórnn sinn til að skreppa upp í útvarp og sprella svolítið við hljóðnemann eitthvað svona svakalega fyndið sem er síðan spilað fyrir og eftir hvern einasta fréttatíma á Rúv. Þessar auglýsingar eru svo fúlar að mér finnst að Amnesty International ætti að beita sér fyrir að þessar auglýsingar verði bannaðar í alþjóðalögum, það kemur jú einhversstaðar fram í alþjóðalögum að pyntingar séu bannaðar.
********************
Margir eru sammála um að Landsbankinn hafi sett met í leiðindum þegar þeir gerðu auglýsinguna um sjúkdómatrygginguna sem þeir kalla launavernd. Mér finnst þær auglýsingar pirrandi en ég stekk ekkert á fætur til að slökkva þegar þær birtast. Ég skil nefnilega ekki hver markhópurinn er sem Landsbankinn er að falast eftir því eftir því sem ég best veit eru flestir í stéttarfélagi sem tryggir mann bak og fyrir og ef það dugar ekki borga þeir útför fallins félaga. Í auglýsingunni segir þú heldur 70% af laununum þínum í tvö ár ef þú færð þér launavernd frá Landsbankanum. Mér er bara spurn til hvers að fórna 10% af laununum sínum í þessa vitleysu eða dellu eftir því hvaða nafn hæfir. Ef maður tollir sæmilega í vinnu og skiptir ekki um vinnu eftir árstíðum þá á maður að halda 80% af launum sínum í tvö ár burt séð frá því hvort maður skiptir við Landsbankann eða einhvern annan.
Einu verður maður að vara sig á í öllum þessum líftryggingapytti og það er að maður verður að kaupa tryggingu handa sjálfum sér en ekki ríkinu því þegar maður fær greidda út tryggingu þá falla ríkisbæturnar niður því tryggingabæturnar koma fram sem laun og lækka á greiðsluna frá ríkinu eða í versta falli fellur hún niður. sem er skítt því flestir kaupa svona tryggingar til að líða ögn skárr og til að hafa heldur meira milli handanna en ef maður væri bara með ríkisbætur.
Annars held ég að það sé búið að reka leiðinlegu stelpuna úr saumaklúbbnum eftir að hún hélt ræðuna yfir vinknum sínum og opinberaði heimsku sína með því að kaupa launaverndina sem er dregin af ellilífeyrinum ef eitthvað kemur upp á hjá henni.
<< Home