fimmtudagur, september 09, 2004

Það hlaut að vera

Ég skildi ekki neitt í því hvað lá á að læra á hringsuðuvélina svona í einum grænum því eftir því sem ég best vissi átti ekki að byrja að nota hana í neinu verki fyrr en í okt eða nóv. Ég komst að ástæðunni í gær, rétt áður en ég fór heim úr vinnnni, ég á nefnilega að fara til annars lands til að brúka gripinn, ferðinni er svosem ekki heitið langt úr landi og reyndar bara eins stutt og hægt er til að kalla það útlönd þ.e. ég á að fara til færeyja til að sjóða saman rör. Með í för verður enginn annar er aðal maðurinn í austfjarðadeild fyrirtækissins og og einhver einn annar frá mínu fyrirtæki, einn verður fenginn að láni frá norðurlandi en ég kann engin deili á honum.
Fyrirtækið sem ég á að fara að smíða fyrir er staðsett í Fuglafirði, ég á ekki von á að staðurinn dragi nafn sitt af skrautfuglum, meira svona hvítum fuglum með svarta vængi. Ég veit ekkert um staðinn annað en að þetta er víst svipað líflegt og að vera sendur til ísafjarðar að vinna.


**************

Mánudagurinn byrjaði of hratt fyrir minn smekk. Ég sat í mestu makindum og stúderaði vélina mína meðan einn vinnufélagi minn stóð á vinnupalli og málaði veggi deildarinnar, allt var í mánudagsrólegheitagírnum þangað til einn tók sig til og keyrði hlaupaköttinn á vinnupallinn með þeim afleiðingum að pallurinn hallaði mikið frá veggnum og sá sem á honum stóð greip í bitann sem kraninn keyrir á og með það sama keyrði kraninn yfir puttana á manninum með tilheyrandi sársaukaöskrum. Tveir puttar brotnuðu og sá þriðji fór hálfur af og kurlaðist. Ég stökk til og rétti pallinn af og hljóp svo út til að vísa sjúkrabílnum leiðina að slysstaðnum. púff hvað maður var eitthvað óþægilega vakandi eftir hamaganginn.