laugardagur, september 11, 2004

Laugardagurinn ellefti september

Þá er hinn ógurlegi ellefti seftember runninn upp mér til mikillar skelfingar. Ég er nefnilega viss um að heimsendir verði þennan dag, ekki endilega í dag heldur bara einhvern ellefta september. Fyrir þremur árum þegar rellurnar lentu á blokkunum í New York var ég inni í skorsteinshúsi (við kölluðum skorstenshús alltaf niðurgang því það er stigi í því) á bát sem ég var að vinna í hjá ónefndu plastfyrirtæki hér í bæ, minn gamli kunningi Óli Palli var eins og venjulega með þáttinn sinn á rás tvö og gerði sig líklegan til að þeyta skífum allan daginn, en í miðju fyrsta eða öðru lagi stoppaði hann skyndilega og sagði að lítil flugvél hefði flogið á annan tvíburaturninn í New york, ég sperrti eyrun og hlustaði af áhuga á það sem fyrir eyru bar en að lokum bar forvitnin mig ofurliði og ég skakklappaðist heim til að sjá atburðinn í sjónvarpi.

Ráðamenn vestra segja að heimurinn hafi breyst þennan dag. Ég er ekki viss um að hann hafi breyst mikið, bara orðið soldið hægvirkari, í það minnsta gengur mér oft illa að komast gegnum tollhlið eftir að þetta gerðist. Ég held að heimurinn hafi líka orðið uppstökkari en hann var áður. Fátt annað hefur breyst!

**********

Ég keyrði Meinvill í næsta hverfi svo hún gæti unnið að verkefni með skólasystur sinni. Eins og flestir geta getið sér um til þurfti ég að stoppa í sjoppu á leiðinni því Meinvill þurfti að kaupa gervi Peffsí í gervi gleri, fyrir valinu var ágæt lúgusjoppa sem var akkúrat í leiðinni milli þessarra tveggja húsa sem Meinvill þurfti að fara milli. Þegar röðin kom að okkur bað ég afgreiðslustúlkuna um eina flösku af gutlinu og ekki stóð á henni að skutla flöskunni inn í bíl og ekki stóð á mér heldur að skjóta skotsilfrinu inn um lúguna hjá henni. þess má geta að meinvill rétti mér tvo gyllta peninga til að borga vökvann með, um leið og ég hafði greitt fyrir teygði ég mig í gírstöngina, setti í fyrsta og byrjaði að sleppa kúplingunni, með það sama fann ég nístandi sársauka í hægri upphandlegg og heyrði í sömu andrá vein úr sætinu við hliðina á mér eins og lúgustelpan væri föst í bílnum og væri að byrja að dragast með bílnum frá lúgunni, ég leit eldsnöggt til vinstri en sá engann fastann í bílnum og leit þá til hægri til að sjá hvort einhver væri að dragast undir hægra framhornið á bílnum en sá engann, þá loksins skildi ég út á hvað hávaðinn gekk, ég hafði gleymt að fá fimmtíukall til baka og Meinvill hafði gefið mér olnbogaskot í handlegginn fyrir, jamm og já olnbogaskot upp á fimmtíukall. Þess ber að geta að ég fékk fimmtíukallinn til baka þannig að ég vona að ég fái ekki á baukinn næst þegar ég hitti Meinvill.

*********

Jæja ég er farinn út til að festa bílskúrshurð fyrir umhverfisráðherra ættarinnar og listmálarann.