fimmtudagur, september 09, 2004

Strembin helgi

Fúff hvað síðasta helgi var strembin, föstudagurinn fór í að bera stóla og borð frá Lækjartorgi og upp í Stórholt eða svona því sem næst(mér fannst leiðin svooo löng meðan á því stóð) fyrir dyrum stóð afmæli hálf-ítalans og ekki hægt að láta gestina standa upp á endann, þegar á leiðarenda var komið hitti ég sambýlismann tengdamömmu minnar, hann er flugvirki sem gerir við bíla og kemur býsna vel fyrir. Laugardagurinn fór í að kaupa afmælisgjafir handa frændsmáfólki meinvills, laugardagskvöldið nýttist í matarboð þar sem húsráðendur voru nokkuð öruggir um að vera með góða brunatryggingu meðan á eldamennsku með eldfimum efnum stóð. Sunnudagurinn var tekinn snemma í tveggja ára afmæli hálf-Ítalans þar sem við hittum fullt af fóki sem við höfum aldrei séð aður,alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk. Seinna þennan sama sunudag fórum við í fertugsafmæli til leigubílstjórans í sama hverfi og fyrra afmælið var haldið í. Í því afmæli var okkur boðið að skoða myndir sem var varpað upp á vegg með skjávarpa, myndirnar voru assgoti flottar og myndefnið frábært, gönguferð um Hornstrandir. Veisluhaldarinn spurði hvort við vildum ekki færa okkur í betri sæti þannig að við gætum séð myndirnar, áður en ég gat staðið upp eins og píla væri í rassinum á mér neitaði Meinvill myndasýningunni hátt og snjallt eins og þeim einum er lagið sem eru soldið sunnan við sjálfa sig og eiga til að svara einhverju allt öðru en spurt var um. Mikill hlátur greip um sig meðal gesta sem þetta heyrðu.