Glæpamenn
Ég er glæpamaður.
Í nótt slapp ég naumlega við að vera hnepptur í gæsluvarðhald fyrir að vera ekki búinn að færa bílana mína í skoðun. Lögreglan mætti á planið hjá okkur í skjóli nætur og límdi límmiða á bílana okkar þar sem stóð að við ættum að færa þá til skoðunar fyrir 15. nóvember.
Nokkrum klukkutímum fyrr eða milli klukkan níu og tíu í gærkvöld stóðum við bifvélavirkinn í því að sannfæra Meinvill um að Löggan eltist ekki við fólk út af óskoðuðum bílum, það væri nóg að borga öll gjöld á réttum tíma og þá er maður hólpinn.
Boðun í skoðun fuff
*******
Ég fer í loftið klukkan átta í kvöld. það þýðir að ég verð ekki kominn í gula húsið í Fuglafirði fyrr en milli tíu og ellefu í kvöld. Það þýðir líka að ég verð á ees kaupi fyrstu klukkutímana í fyrramálið (of stuttur hvíldartími).
**********
Canon Eos er ekki lengur málið fyrir mér, heldur er það Lumix myndavél sem panasonic og Leica framleiða í sameiningu. Ég er búinn að vera með hökuna niðri á bringu síðan fyrir helgi yfir þessari vél og í dag ætla ég að kanna hver er til í að flytja hana inn fyrir mig. Ef enginn er til í það verð ég bara að gera það sjálfur.
Eos býður ekki upp á eins svakalega linsu og er á þessari vél, linsan samsvarar 35-430 mm linsu á 35mm vél og ef maður notar 4xdigital zoom er linsan orðin 35-1720mm, en það er svipað og fallbyssurnar sem maður sér á íþróttakappleikjum
.
<< Home