þriðjudagur, september 21, 2004

Black Sheep

Þá er bara að koma að því að ég fer til landsins sem bruggar bjór sem heitir Black Sheep, held meira að segja að þeir bruggi líka Föroja bjór.
Ég legg af stað á morgun, ég byrja á að þenja drusluna til Habbnar í Hoddnafirði. Ég var búinn að vanda mig rosalega við að búa til ferðaáætlun í tölvunni og kom stormandi til yfirmanns verksins með áætlunina og ætlaði aldeilis að sannfæra hann um að bráðnauðsynlegt væri að leggja fyrr en seinna í hann. En ekki kom til þess að á sannfæringarkraftinn reyndi því hann sagði strax að ég færi af stað daginn áður en skipið siglir.
Um þetta leyti á morgun verð ég sennilega að panta mér mat á einhverju gistiheimili á Höfn.

*********

Ég er búinn að vera í allan dag að pakka niður suðuvélum slípirokkum og fleira dóti sem þarf til að setja upp tanka í útlandinu, verkstjórinn kom á korters fresti til að spyrja hvort ég væri ekki að verða búinn og alltaf svaraði ég honum eins: jú allt það stærsta er komið í kassann og bara smáhlutir eftir. Held hann hafi verið eitthvað smá stressaður.

**********

Ég braut almennar siðareglur í gær og fór í Skífuna til að kaupa mér geisladisk, ég á ekki von á að "hljóðlega af stað" með Hjálmum komi til með að fást á Amazon. Diskurinn er drullufínn og kemur mikið á óvart. Svei mér þá ef þetta er ekki fyrst Reggae diskurinn sem ég kaupi og hann er Íslenskur í þokkabót.