sunnudagur, desember 05, 2004

Desemberstressið er ekki enn farið að hrjá mig

Jæja ég er byrjaður á jólaundirbúningnum, búinn að kaupa nokkrar jálagjafir og byrjaður að skreyta húsið að utan til að það líti nú út fyrir að jólaskapið sé komið á heimilið.

Á föstudaginn hættum við aðeins fyrr að vinna svo við gætum komist til Þórshafnar að versla jólagjafir og skoða okkur um. Þegar ég kom með Norrænu til Þórshafnar í september fannst mér bærinn ekkert spes bara svona venjulegt þorp eins og Akureyri en heldur fleiri kindur í húsgörðum, en á föstudag sá ég meira af þorpinu og varð alveg heillaður, gömlu þröngu göturnar og timburhúsin með torfþökunum eru soldið flott.

************

Við Meinvill fórum á Grand hótel Reykjavík í gær með fríðum hópi fólks til að snæða kræsingar af jólahlaðborði. Maturinn var góður, mússíkin ömurleg en þjónustan fín.
6 Ferðir að borðinu bera þess vitni að maturinn hafi verið alveg ágætur.
************

Ég er búinn að læra það að maður verður að vera með tannbursta með sér þegar maður ferðast milli færeyja og íslands því það er ekkert gefið að maður nái á einum og sama sólarhringnum milli tannburstaglasanna á hvorum stað. Þegar við fórum þar síðast til færeyja var millilent í Bergen í Noregi og okkur staflað á þetta líka fína Hótel á flugvellinum. jammm og bergen er ekki einusinni í leiðinni. En hverjum er ekki sama þó hann tefjist einn dag frá vinnu, meðan maður getur keypt minjagripi . Gaman að segja frá því að hótelið heitir: Golden Tulip Airport Rainbow Hotel Bergen jamm margir stafir í því

************