laugardagur, janúar 22, 2005

Laugardagur

Assgoti líða helgarnar hratt án þess að maður átti sig og geti nokkuð gert í málunum. kviss búmm bang og maður er mættur í vinnu aftur.

Ég eyddi stórum hluta dagsins í að keyra milli bílasala í von um að finna bílinn sem mig hefur alltaf langað í, þegar ég kom heim setti ég bilaða jeppann í gang og keyrði aðeins á planinu til að greyið stirðnaði ekki.

Annars er ég að hugsa upp gríðarlega gott plan í bílamálunum, ég er að spá í að hætta í bili að leita mér að jeppa og einbeita mér að því að finna mér ódýran Hyundai til að skjótast í vinnuna á og fá mér frekar jeppa í vor eða bara þegar hann dettur óvart upp í hendurnar á mér, Golfinn verður þá notaður sem skiptimynt upp í jeppann þegar þar að kemur en Hyundai´inn notaður áfram sem vinnubíll og bæjarsnattari.

**************

Það er kalt á Grandanum og ekki fyrir nema harðjaxla að vinna í þessu andskotans rokrassgati. Þar sem ég er ekki harðjaxl kveinka ég mér gjarnan undan kuldanum í von um að það verði drifið í að setja upp kyndingu í hjallinum, fyrsta skrefið var stigið í haust þegar ég vissi að ég væri á leið í verkið, þá lagði ég inn hjá tæknideildinni að það mætti ekki vinna í minna en 20 stiga hita með vélinni minni. Þeir vissu ekki hvort ég væri að grínast og skipulögðu verkið með það í huga að það kæmi bráðabirgðakynding í húsið fyrir mig. hehe og allir voða fúlir yfir því að ég geti bara smellt fingrum og fengið mínu fram. Ég benti strákunum á að ef þeir gerðu ekkert í málunum sjálfir héldust hlutirnir óbreyttir.

***************