sunnudagur, janúar 16, 2005

Sunnudagstuð

Tuð eða stuð. Ég er kominn með augastað á jeppa sem ég hef hugsað mér að fá að skoða betur, þetta mun vera bæði litli og yngri bróðir jeppans sem við eigum núna. Minni vél, minni kraftur, færri dyr, minni eyðsla og minni búnaður.

**********

Hvað er þetta með íþróttafréttamenn að þeir geta aldrei notað sama orðið tvisvar þegar þeir þylja upp úrslit leikja. Þessi sigraði þennan, hinn vann hinn, einhver lagði annan, allir burstuðu enga, afhverju ekki bara vann vann vann vann, ekki það að mér er svo sem sama hver vann hvern.

*********

Mér fannst nýja lagið með Sigurrós sem var flutt í söfnunarþættinum í gær æðislegt. Mér fannst lagið sem Geir Haarde söng voða vont og kallinn er með meðal slæma kareoke rödd.
Dóri DNA var ekkert spes en Kapphlaupið Litla var fyndið.