fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Muna: Læra að þegja þegar við á

Já ég held ég verði að fara að læra að hafa munninn lokaðann svona öðru hvoru. Ég gaspraði aðeins í dag á óheppilegum tíma. Þannig var að ég stóð við eldgamla borvél á eina staðnum sem er nokkuð hlýtt á í vinnunni, einn vinnufélagi minn var eitthvað að grobba sig af að fá að vinna á þessum tiltekna stað og tók fram að það væri svo heitt þarna í kompunni að hann hafði þurft að opna hurðina til að leka ekki niður úr hita. Ég sperrtist allur upp við þetta grobb í honum og hóf upp raust mína með þeim orðum að það væri ekki nóg með að maður þyrfti að kaupa sér bíl til að fá að vera í verkinu heldur væri skít kalt í húsinu líka, um leið og ég sleppti orðinu leit ég til hliðar og sá þá hvar framkvæmdastjórinn stóð við hliðina á mér. Ég veit ekki hvort hann heyrði ræðuna en hann horfði á borvélina í forundran og spurði hvar við hefðum fengið þessa eldgömlu vél, ég svaraði í sama raddstyrk og áður að sennilega hafi þjóðminjasafnið verið að losa sig við hana svo brunaði ég í burtu.