sunnudagur, mars 06, 2005

Jibbíííííí

Þessi dagur byrjaði svo sannarlega vel. Renault náði 1. og 3. sæti í formúlunni í nótt. Ég nennti ekki að vaka eftir keppnninni heldur tók hana upp og horfði á hana snemma í morgun. Rúv skemmdi spennuna lítillega fyrir mér með því að segja úrslitin í fréttatíma klukkan 9 en þá vissi ég svosem bara hver vann þannig að það var enn spennandi að sjá hvernig Alonso gengi.