föstudagur, mars 11, 2005

Föstudagur

Þá er nú allt komið í fúll svíng. Hringarnir komnir í hús, jakkafötin hanga klár inni í skáp, vottorð um að meinvill sé ógift komið úr prentun og púið að raða saman veitingalista.

***********

Ég ætla ekki að fjasa yfir ráðningu fréttastjóra ríkisútvarpsins, þess þarf ekki því málið er svo súrrealískt.

************

Rosalega verð ég hissa þegar eldveggurinn og vírusvörnin detta úr tölvunni, nortoninn er búinn að láta mig vita í hvert sinn sem ég kveiki á tölvunni í margar vikur að áskriftin sé að renna út.