sunnudagur, mars 20, 2005

Hvað veldur?

Ef einhver efnaverkfræðingur les þessa síðu vinsamlega útskýrðu fyrir mér hvað veldur því að það er hægt að kaupa sér lím sem kostar 0,5 milljónir kílóið, á venjulegri bensínstöð, án verulegrar öryggisgæslu.
Einhverntíman fjasaði ég einhver ósköp yfir augndropum sem kostuðu 400.000 kall líterinn, þeir virkuðu þokkalega og augun voru skárri meðan ég notaði þá, en ég skil þetta ekki með límið, 1550 kall glasið, innihald 3 grömm, það gerir 1550/3=516,7 og það eru 1000 grömm í kílóinu þannig að 516,7 *1000= 516700 krónur kílóið af lími sem var ekki nothæft til að líma glerugun saman fyrir Meinvill. Ég lagðist ekki í miklar rannsóknir en ég fann þó út á vísindavef Háskóla Íslands að í febrúar 2002 kostaði 1 kg af gulli 950000 krónur, það gerir tvöfalt grettistak að gulls-hálfígildi. Skrýtið? Held samt að það sé hálf einskis virði fyrst ekki tókst að líma gleraugun með því.

******

Ef einhver hefur tíma til að öfundast þá er ég kominn í páskafrí, engin vinna fyrr en þriðjudaginn eftir páska. Ekki það að maður sitji auðum höndum OOOOOnei nú fyrst byrjar alvaran, upp með svuntuna og sleifina því nú skal sko bakað ofan í væntanlega veislugesti.