þriðjudagur, maí 31, 2005

Þá er verkið hafið

Ég tók ákvörðun í gærkvöld um framtíð jeppans. Ég setti hann í gang áðan og sneri honum við þannig að hann er tilbúinn að leggja upp í ferðalag á morgun. Ferðinni er heitið heim til mömmu og pabba þar sem ég ætla að leggjast undir hann og laga. Ég er byrjaður að viða að mér verkfærum í vinnunni, ég held ég pakki bara suðuvélinni minni niður og komi með hana, einn slípirokk, einn pakka af vír og smá járnarusl til að sjóða á grindina, svo þarf sennilega að liðka allt draslið undir honum svo það megi líka stoppa bílinn. Svo er ekkert annað að gera en að sækja sér númer á gripinn og JEPPÓ.

*****

Ég er orðinn gáfnaljósalegur eftir ferð mína í Kauffélagið þar sem ég festi kaup á gleraugum. Jamm ég er gráhærður og með gleraugu, er hægt að hugsa sér það virðulegra?

*****

mánudagur, maí 30, 2005

Er maður túristalegur? Posted by Hello

Þarna er Anna göngugarpur á leið upp að Glymi í Botnsdal Posted by Hello

Fórum í gönguferð á sunnudag og hittum þennan karra Posted by Hello

fimmtudagur, maí 26, 2005

Ég heimta að fá sumar sem fyrst

Og hana nú! Í fyrra var blautasti maí frá því mælingar hófust, ég man það því ég var alltaf að bíða eftir að komast út á svalir í sólbað. Nú er sá kaldasti, ég er ekki viss um að ég muni það eftir ár en allavega er maður búinn að fá smá leið á endalausa vetrinum sem ríkir á Grandanum.

*****

Ég fór til augnlæknis í dag, ég er ekki að verða blindur og bletturinn sem ég sé stundum er einhver skuggi sem truflar sjóntaugina...... skildi ekki alveg hvað hann sagði en ég skildi þó að ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu. Sem er mjög gott. Ég MÁ fá mér ódýr gleraugu , ok fjúff ég hafði áhyggjur af því að ég mætti bara fá mér dýr. Og ég kem til með að fá gleraugu fyrr en ég vonaði, jamm læknirinn sagði þetta eins og maður hefði beðið eftir einhverjum sjóntruflunum síðan maður fæddist bara til þess eins að vera reffilegur með gleraugu.

þriðjudagur, maí 24, 2005

Sól sól skín á mig brrrrrr

Voðalega er eitthvað kalt með allri þessari sól sem er búin að vera síðustu daga. Maður er farinn að óska sér rigningar til að fá einhverja hlýju í þetta, frost og snjór um síðustu helgi og ekki bara í sveitinni því ég fór aðeins út úr húsi á laugardaginn og lenti í snjókomu á Grandanum.
Ojabara

*******
Ég er búinn að fara tvisvar að veiða í vor án þess að verða var við fisk.

******

Ég er farinn að sjá illa og ætla til augnlæknis á fimmtudaginn, ég hef aldrei farið til svoleiðis læknis áður og er mjög forvitinn að vita hvernig þeir vinna. Kannski fæ ég gleraugu og verð gáfulegur í leiðinni.
Ekki veit ég hvað er þá eftir, maður er orðinn gráhærður, giftur og sjóndapur.

******

Nýtt land fannst um daginn og hefur mörgum fréttum farið af þessum nýtilkomnu landafundum, það var ekki Eiríkur Rauði sem fann þetta land heldur viðskiptanefnd frá Íslandi þeir gáfu landinu nafn, Kína heitir það, leggið nafnið á minið því viðskiptanefndin keypti landið með öllum hlunnindum eftir því sem manni skilst á fréttum.

*****

Ég óska nýja bæjarstjóra Garðabæjar til hamingju með djobbið og ítreka kröfuna: Göng undir Garðabæ.

*****

sunnudagur, maí 22, 2005

Eurovisionpartý

Við Meinvill fórum í tilvonandi höfuðborg landsins (kópavog) í gær til þess að horfa á Eurovision eða Evrósýn ef maður snarar þessu yfir gamla góða. Meinvill datt í það en ég hrundi í það. Ég verð bara að viðurkenna að ég var sennilega ekki þessi glansandi skemmtilegi með martiniglasið og ólífuna.

Ég hélt með Noregi eins og flestir aðrir Íslendingar. Noregur tapaði eins og allir nema Grikkir.

Ég er búinn að vara ÞUNNUR í dag, svo þunnur að ég sofnaði 18 eða 19 sinnum yfir formúlunni sem var hvort eð er eins og alltaf hund leiðinleg þegar keppt er á þessum járnbrautarteinum.

Man ekki hvort ég minntist á það hér að ofan að ég er búinn að vera mjög "lasinn" í dag.

Einusinni var þetta nú normið að fara á fyllerí hvenær sem færi gafst og þá þótti lítið bogið við að vera þunnur tvo daga í viku allt árið, nú grætur maður hvern dag sem eyðileggst af völdum áfengisdrykkju.

Ég ætla samt ekki að kaupa álf, mér finnst lítið varið í að kaupa loðkvikindi á uppsprengdu verði til þess eins að styrkja unglingadópista. Neibb held ég styðji frekar eitthvað annað.

********

Ég tók MP3 spilarann ekki með mér í vinnuna í gær, svakalega sá ég eftir því, þannig er nefnilega mál með vexti að það er ekki hægt að kveikja á útvarpi á Laugadögum því prógrammið er fyrir neðan allar hellur á öllum stöðvum. Steininn tók þó úr eftir hádegi í gær þegar þáttarstjórnandinn kveikti forvitni mína með því að segjast vera stödd í Kópavogi og þar væri heillöng bílaröð og allir að bíða eftir því sama, forvitni mín var vakin og ég hækkaði í útvarpinu svo ég missti nú ekki af hvað væri á seyði. Svarsins var ekki langt að bíða, jebb ný bensínbúlla opnuð í beinni útsendingu á landsvísu. Þetta á að heita menningarstofnun sem leggst svo lágt að hafa fólk í vinnu og væntanlega á kaupi við að senda út frá bensínstöð og í þokkabót sjálfsafgreiðslustöð.

Ætli maður geti hringt í rás tvö og fengið mann á staðinn til að lýsa því ef manni dytti nú í hug að mála hjá sér þakið?Hversu djúpt getur ein stofnun sokkið áður en botninum er náð?

Það er allavega kostur að nú liggur leiðin örugglega uppávið.

******

laugardagur, maí 14, 2005

Þá er það komið á hreint

Að Garðabær er skítapleis, ef þið efist smellið þá hér.

*****

Voðalega á fólk bágt sem er bæði leiðinlegt og dónar, annað ætti að duga flestum. Ég var að vinna í gær eins og lög gera ráð fyrir. Þar sem ég stend og virði vinnuborðið mitt fyrir mér og velti fyrir mér hvernig best er að flytja það í hinn endann á húsinu, sé ég kunnuglegt andlit við hlið mér. Þar er mættur vinur pabba og yfirrafvirki á vinnustaðnum sem ég vann síðast á, það skal tekið strax fram að mér líkar ekki við hann og honum ekki við mig, hvað með það, ég vatt mér að honum og heilsaði eins og flest kurteist fólk gerir þegar það hittir kunningja sína, hann brást við með því að segja mér strax í óspurðum fréttum að hann væri ekki að leita að mér,,,,, úúúú ég sem var orðinn svo spentur. Ég hreytti þá í hann að ég hefði nú heldur ekki átt von á að hann vildi finna mig.

Svona er þetta sumir eru bara dónar. Hann vildi tala við byggingastjóra verksins sem ég er í, ég benti honum á mann sem gæti hugsanlega svarað spurningu hans. Næst sá ég hann með byggingastjóranum í námunda við þann stað sem ég á að fara að vinna á næstu vikur, guð blessi þá ef þeir eiga að vinna einhversstaðar nálægt borðinu mínu því síðast þegar ég vissi voru eintómir leiðindapappakassar að vinna hjá kallinum og sóðar í þokkabót.

Kurteisi borgar sig, dónaskapur kostar.

******

Við Meinvill erum að fara til útlanda eftir hálft ár, ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Við ætlum með vinnunni minni til Madridar og skoða okkur þar um með Kristni R Ólafssyni. Starfsmannafélagið í vinnunni minni skipuleggur þessa ferð í nafni árshátíðar. Afskaplega er ég spenntur því ég hef ekki komið til spánar áður, ef frá er talin ein nýlenda þeirra undan ströndum Marrokkó.

******

Undarleg tilfinning að vera ekki að vinna og vera ekki á leið til vinnu á morgun og því síður hinn daginn.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Mikið var

Að ég nennti að setjast við skriftir. Ég er farinn að sjá fyrir endann á þessari bansettu vinnutörn sem mér finnst hafa staðið yfir síðan um áramót, hún er reyndar bara búin að vera síðan um páska en það er samt alveg nóg.

Það er ekkert gaman að taka svona tarnir hér í bænum því maður hefur andskotann ekkert upp úr því miðað við ef maður fær að fara út á land eða úr landi.

********

Tek undir með Meinvill. Ég vil líka göng undir Garðabæ, það eru alveg að verða komin göng undir kópavog( þegar Gunnar verður búinn að byggja yfir gjána) þannig að wannabiemillana í garðabæ munar sennilega ekki um að moka eina holu undir þorpið.

*******
Annars ætla ég að óska Sjálfstæðisflokknum innilega til hamingju með að vera kominn með enn einn liðsmann sem hefur klæðst þverteinóttum fötum. Magnað að maður kýs flokk á þing en svo ef flokknum dettur í hug að skipta um flokk er ekkert því til fyrirstöðu að flokkurinn sem ég kaus gangi í flokkinn sem ég vildi alls ekki kjósa. Skrýtið að fyrst maður kýs flokk skuli einstaklingar úr flokknum geta gengið í annan flokk og tekur umboð frá kjósanda gamla flokknum með sér í nýja flokkinn.

*******

Búinn að panta meira Modest mouse frá útlandinu, draslið kemur vonandi innan mánaðar því ég held að hver diskur með Modest Mouse dugi ekki nema einn mánuð í stöðugri spilun hjá mér.

*******

Ég ætla að reyna að komast í veiði um helgina, vonandi verður gott veður.

********

Aus systir var í speglinum á RUV í gær að tala um umhverfismat og eitthvað svoleiðis.

*******

Ef þið eigið gamlan 19" flatan tölvuskjá sem þið eruð hætt að nota, megið þið gefa mér hann(má ekki vera meira en mánaðar gamall) gamli skjárinn minn sem fylgdi fyrsta tölvuræflinum er eitthvað farinn að gefa sig,myndin á það til að taka Mullersæfingar rétt fyrir háttinn og rétt eftir háttinn.

*****

Meira þingkjaftæði, þrefalt húrra fyrir því að Halldór herðatré Blöndal er að hætta á þingi, herðatrésnafnið er að Norðan þar sem menn fundu það út að sennilega væri kallinn herðatré frekar en annað því ekki fundust önnur not fyrir hann en að geyma fötin sem hann klæðist.

Ekki tekur mikið betra við þegar Sólveig gull-Z sest í hásætið, þ.e ef hún eltir ekki eiginmann sinn í fangelsi. Held það verði gaman að sjá hvort það verður ekki smíðað annað 8 milljón króna klósett við hliðina á forsetastólnum, ekki má Solla gull-Z hlaupa langt ef hún kemst í spreng.

sunnudagur, maí 01, 2005

Dagur Nallans, til hamingju með það

jæja loksins rann sunnnudagurinn upp með tilheyrandi fríi frá vinnu.

Í fyrradag var liðið ár síðan tilefni fékkst til að stofna þessa síðu, þá var einmitt liðið ár síðan ég hrundi úr stigaskömminni. Ég sá stiga fjandann um daginn þar sem einhver bar hann framhjá borðinu mínu, ég er ekki frá því að hann hafi glott aðeins til mín bara svona til að sjá svipinn á mér. Ég lét ekki bera á neinu og svipbrigðabreytingar voru engar en hnúarnir hvítnuðu lítillega inni í vinnuvetlingunum.

*******

Ég talaði um ofurlím á ofurprís um daginn, ekki gekk mér neitt að líma gleraugun fyrir meinvill með því þó kílóverðið hafi verið hálf milljón á annari gerðinni en kvart á hinni.
Svo á ferð minni um víðáttur internetsins rakst ég á þetta. Alveg krossbrá mér við að sjá þetta því þetta lítur nánast eins út og brillurnar sem meinvill braut og ég reyndi að laga.

*******

Það er eitthvað stress hlaupið í stjórana yfir mér því ég á að vinna frá hálf átta til sjö alla daga næsta hálfa mánuðinn. fjör eða þannig.

******

Voðalega er ég eitthvað heppinn alltaf með rafvirkjana sem vinna í kringum mig. Þrátt fyrir að vera vélvirki hef ég alltaf hreint í kringum borðið mitt og svona nánasta umhverfi er haldið hreinu, þá koma rafvirkjarnir og byrja að vinna við að klippa niður víra og plastbönd í gríð og erg þannig að ruslinu rignir yfir borðið hjá mér og ég þarf að byrja upp á nýtt að taka til.

Það er einhver stéttarpest hjá rafvirkjum hér á íslandi að dreifa rusli kringum sig, ekki létu Færeysku rafvirkjarnir svona, þeir tíndu alla vírenda og afklippur upp eftir sig og hentu í ruslið.

*****

Já og vel á minnst eru ekki allir búnir að hita upp fyrir kröfugöngur?