laugardagur, maí 14, 2005

Þá er það komið á hreint

Að Garðabær er skítapleis, ef þið efist smellið þá hér.

*****

Voðalega á fólk bágt sem er bæði leiðinlegt og dónar, annað ætti að duga flestum. Ég var að vinna í gær eins og lög gera ráð fyrir. Þar sem ég stend og virði vinnuborðið mitt fyrir mér og velti fyrir mér hvernig best er að flytja það í hinn endann á húsinu, sé ég kunnuglegt andlit við hlið mér. Þar er mættur vinur pabba og yfirrafvirki á vinnustaðnum sem ég vann síðast á, það skal tekið strax fram að mér líkar ekki við hann og honum ekki við mig, hvað með það, ég vatt mér að honum og heilsaði eins og flest kurteist fólk gerir þegar það hittir kunningja sína, hann brást við með því að segja mér strax í óspurðum fréttum að hann væri ekki að leita að mér,,,,, úúúú ég sem var orðinn svo spentur. Ég hreytti þá í hann að ég hefði nú heldur ekki átt von á að hann vildi finna mig.

Svona er þetta sumir eru bara dónar. Hann vildi tala við byggingastjóra verksins sem ég er í, ég benti honum á mann sem gæti hugsanlega svarað spurningu hans. Næst sá ég hann með byggingastjóranum í námunda við þann stað sem ég á að fara að vinna á næstu vikur, guð blessi þá ef þeir eiga að vinna einhversstaðar nálægt borðinu mínu því síðast þegar ég vissi voru eintómir leiðindapappakassar að vinna hjá kallinum og sóðar í þokkabót.

Kurteisi borgar sig, dónaskapur kostar.

******

Við Meinvill erum að fara til útlanda eftir hálft ár, ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Við ætlum með vinnunni minni til Madridar og skoða okkur þar um með Kristni R Ólafssyni. Starfsmannafélagið í vinnunni minni skipuleggur þessa ferð í nafni árshátíðar. Afskaplega er ég spenntur því ég hef ekki komið til spánar áður, ef frá er talin ein nýlenda þeirra undan ströndum Marrokkó.

******

Undarleg tilfinning að vera ekki að vinna og vera ekki á leið til vinnu á morgun og því síður hinn daginn.