sunnudagur, apríl 17, 2005

Kirkjulegar athafnir

Við Meinvill skunduðum í bókstaflegri merkingu niður í kirkju áðan til þess að sækja vottorð upp á að við værum lögformlega gift. Um leið og við stigum út úr húsinu byrjaði að rigna, það rigndi alveg þangað til við komum inn í safnaðarheimilið. Við hittum prestinn og fengum vottorðið eftir að hafa setið á bekk í nokkrar mínútur, þegar við komum út aftur byrjaði að rigna.

********

Ég heyrði um daginn þar sem var verið að tala við fermingarstjóra í útvarpinu. Fermingarstjóri er fulltrúi sýslumanns sem sér um að ferma fólk að borgaralegum hætti. Ég er nú ekki sá strangtrúaðasti en ég set nú samt spurningarmerki við borgaralega fermingu. Það er eins og mig minni að ég hafi staðfest skírnarheitið þegar ég fermdist, þeir sem eru mjög skýrir vita að skírn stendur fyrir hreinsun sbr skíragull= hreint gull. þannig að ekki staðfestir maður skírnarheiti við borgaralega fermingu, eitt af því sem var talið til í þessu viðtali var að maður kæmist í fullorðinna manna tölu við borgaralega fermingu, það er í besta falli bull því fólk kemst automatískt í fullorðinnamanna tölu tólf ára þegar það fer í strætó og sund en að öðru leiti þegar það nær átján ára aldri.

Mér finnst borgaraleg ferming soldið plebbaleg. Mér finnst eins og þeir sem ganga gegnum þann gjörning vera innit for ðe monní.

Ferming hefur ekkert vægi í lögum ólíkt brúðkaupi þar sem maður fær leyfi til að gera allan fjandann sem maður mátti ekki áður t.d að telja fram saman á skattframtali,þannig að ég held að þessi gjörningur sé eingöngu til að fólki finnist það ekki skilið útundan meðan hinir bólugröfnu ganga til altaris.

Hvernig þætti fólki ef maður gæti farið um hádegisbil á sunnudögum til sýslumanns og gengið að gjaldkerapúltinu til að fá léttvínssopa og bréfsnepil á tunguna, það mætti kalla það borgaralega altarisgöngu?