þriðjudagur, apríl 05, 2005

Hvar er sumarið?

Sumarblíðan 1. Apríl hefur sennilega verið gabb því það er enn hávetur. Ég var búinn að setja rúðusköfuna í geymslu og var búinn kaupa sumarlegt lyktarspjald í bílinn, en neeeeiiiii nú skal skafan tekin upp aftur og draumur um að kaupa topplúgu á Hyundai verður að bíða vors.

*********

Mig langar að fara að veiða! Þetta er árleg pest. Mig langar líka mikið að skella mér til útlanda, ég hef reyndar ekkert gert í því að koma okkur af landi brott. Brúðkaupsferð er reyndar ágætis ástæða til að koma sér af landi brott.

Á síðast ári fór ég sjö sinnum til útlanda, sex sinnum til Færeyja og einusinni til London.