föstudagur, mars 25, 2005

Mát

Ja nú er ég bara mát. Ég fór inn á bbc fréttavefinn í gær til að athuga hvort eitthvað væri í heimsfréttunum því ég hélt að heimurinn stæði kyrr vegna komu tafkallsins til landsins. BBC fjallaði þónokkuð um kallinn og talaði við einhverja sendiherra og kerfiskalla á íslandi til að fá afstöðu íslendinga til komu hans. þeir sem ég umgengst og tala því mest við eru allir gapandi yfir bullinu og skilja ekkert í látunum yfir kallinum. Þetta sagði einhver sendiherrakerfiskall um málið: "He said public reaction in Iceland to the offer of residency for Mr Fischer had been "overwhelmingly positive"". Já tali hver fyrir sig, ég held að fólk hefði frekar viljað órofna sjónvarpsdagskrá en að sjá kallinn koma trítlandi út úr þottunni sem stöð 2 borgaði undir hann.

********

Stóri dagurinn er á morgun og þessvegna er ég búinn að vera á kafi í bakstri alla vikuna mira og minna.

Mikið held ég að sunnudagurinn verði tómlegur.