föstudagur, apríl 01, 2005

Framsókn

Já það kom berlega í ljós í hádeginu í dag að Auðun Georg Ólafsson er framsóknamaður frá A-Ö. Í hádegisfréttum ríkisútvarpsins var viðtal við þennan mann þar sem hann játaði og neitaði sömu spurningunni á víxl og svo staðfesti hann með óyggjandi hætti að hann væri framsóknarmaður með því að segjast ekki muna eftir fundi sem hann sat með formanni útvarpsráðs í GÆR. Hljómar svolítið eins og Steingrímur nokkur Hermannsson sem sagðist gjarnan ekki muna eftir því sem hann vildi ekki ræða.