föstudagur, apríl 15, 2005

Hvað er þetta?

Ég kveikti á svartholinu áðan til að horfa á gamlan Simpson þátt meðan ég raðaði poppinu upp í mig. Þegar þátturinn var búinn svissaði ég yfir á popptíví, þar var þátturinn sem kemur í staðinn fyrir jing og jang sem tók við af snilldarþættinum 70 mínútum. Ekki veit ég hvað þátturinn heitir en ég veit þó að ég entist ekki nema 5 mínútur yfir honum, þvílíkur hörmungarþáttur.
Það eru álíka miklar líkur á að þessi þáttur hvað sem hann heitir verði vinsæll og að þeim félugum takist að draga þetta á loft.

**********

Alveg er þessi sjö ára tölvuskjár að geispa golunni, mig langar í stóran flatan skjá, skjávarpi gæti líka dugað.

**********

Ég er búinn að vera nokkuð duglegur undanfarin kvöld við að hjálpa pabba og Árna að standsetja íbúðina sem litla innflytjendafjölskyldan ætlar að búa í. Maður er að verða sjóaður í múrverki og öllu sem því fylgir. Þeim liggur reyndar svo mikið á að ég held þeir hafi verið í startholunum með að bera sófasettið inn áður en múrverkinu lauk.

*********

Ég vanafasti maðurinn er farinn að nota nýjan vafra á netinu, jamm explorerinn varð svo hryllilega leiðinlegur eftir stóru öryggisuppfærslurnar að ég tók mig til og náði mér í nokkuð sniðugan vafra sem heitir Firefox og er ókeypis á download.com. Við fyrstu skoðun er þessi vafri bara nokkuð sniðugur einhverjir nýjir takkar sem maður setur á þá staði sem manni hentar best og svo er fídus sem heitir live bookmarks, þar getur maður sett bookmark sem er nokkurskonar mappa sem uppfærist um leið og síðan sem bookmarkið er á er uppfærð, ef maður er með fréttasíðu í þessu kerfi þá koma fyrirsagnirnar í þessa möppu og maður þarf ekki að opna síðuna og skrolla niður til að vita hvað er títt, semsagt sniðugt.

Eini stóri gallinn sem ég sé við þennann vafra er að password managerinn kann ekki á hann þannig að ef ég ætla að blogga þarf ég að opna explorerinn því ég man ekki passwordið á síðuna og þó ég myndi það þá nennti ég ekki að skrifa í þessa tvo reiti meðan ég er með forrit sem getur gert það fyrir mig.