laugardagur, apríl 09, 2005

Stórfjölskyldan

Þá hefur litla stórfjölskyldan sameinast aftur, í fyrsta sinn í mörg ár búum við öll systkynin í sama landinu. Velkominn heim Bauni bró, damn verð að finna nýtt gælunafn á hann.

*********

Kjötsúpan (mágkonan sem ég kalla alltaf tengdó) er búin að fá sér kött, ég hef ekki séð kvikindið ennþá en ég verð að viðurkenna að ég er efins um að ég fái nokkurntíman að sjá hann því hún er búin að hringja nokkrum sinnum í okkur í kvöld til að fá leiðbeiningar um hvernig á að nota klór til bleikingar. Ég er viss um að hún ætlar að breyta litnum á kettinum til samræmis við annað stáss á heimili sínu. Jebb hvítur köttur fer bara svo miklu betur við sófann.

*********

Ég var að fá meira Amazon á mánudaginn, nokkrir diskar enn og eitthvað smá Simpsons, Meinvill fékk Schissor sisters homma og lessubandið og Gwen Stefani. Ég fékk meira með Modest Mouse, Kasabian og Chemical brothers. Það mætti halda að árið 1996 væri komið aftur því ekki nóg með að ég hafi keypt disk með Chemical Brothers heldur spilaði Goldie á Nasa í gærkvöld.

Ég fór ekki að sjá hann því það gæti beyglað minninguna um það þegar við Bauni Bró fórum í eftirpartý hjá Björk á Tunglinu sáluga, þegar ég var búinn að smygla brósa inn (hann var of ungur) fórum við á barinn og keyptum okkur hressingu. Þegar drykkurinn kom snerum við okkur að dansgólfinu sem ekkert sást í fyrir reyk(þetta var samt löngu áður en tunglið brann), þegar rofa tók til sáum við hvar átrúnaðargoðið okkar stóð á sviðinu og þeytti skífum af miklum móð.

Alveg var það nú óvart að við duttum inn í þetta partý, það vildi bara til að dyravörðurinn var skólafélagi minn og þetta var eini staðurinn sem ég var nokkuð viss um að koma brósa inn á.
Þrusu partý!

*********

Ég er orðinn gamall plebbi því ég horfði bæði á Gísla Martein og spaugstofuna áðan. Gísla horfði ég á af því að þátturinn var tileinkaður Megasi en spaugsofuna sá ég af því að ég er orðinn svo svifa seinn að ég náði bara ekki að skipta um stöð nógu tímanlega.

Það eru æðislegir þættir byrjaðir á fimmtudagskvöldum í ríkissvartholinu, þeir heita Little Britain, ég er bara búinn að sjá einn þátt en ég er næstum búinn að kaupa alla seríuna á DVD.

********

Ég sá son framsóknarflokksins fjasa aftan á Fréttablaðinu í dag yfir fyndnustu auglýsingum sem gerðar hafa verið á Íslandi síðan Þorsteinn Guðmundsson gerði auglýsingarnar fyrir Esso um árið. Þetta eru að sjálfsögðu auglýsingarnar frá umferðastofu þar sem c.a fjögurra eða fimm ára strákur fer á kostum í hlutverki ökumanns þríhjóls sem tvær stelpur á kassabíl þvælast fyrir.

Þeir sem hafa ekki séð auglýsinguna sem ég er að tala um geta smellt hér