sunnudagur, maí 01, 2005

Dagur Nallans, til hamingju með það

jæja loksins rann sunnnudagurinn upp með tilheyrandi fríi frá vinnu.

Í fyrradag var liðið ár síðan tilefni fékkst til að stofna þessa síðu, þá var einmitt liðið ár síðan ég hrundi úr stigaskömminni. Ég sá stiga fjandann um daginn þar sem einhver bar hann framhjá borðinu mínu, ég er ekki frá því að hann hafi glott aðeins til mín bara svona til að sjá svipinn á mér. Ég lét ekki bera á neinu og svipbrigðabreytingar voru engar en hnúarnir hvítnuðu lítillega inni í vinnuvetlingunum.

*******

Ég talaði um ofurlím á ofurprís um daginn, ekki gekk mér neitt að líma gleraugun fyrir meinvill með því þó kílóverðið hafi verið hálf milljón á annari gerðinni en kvart á hinni.
Svo á ferð minni um víðáttur internetsins rakst ég á þetta. Alveg krossbrá mér við að sjá þetta því þetta lítur nánast eins út og brillurnar sem meinvill braut og ég reyndi að laga.

*******

Það er eitthvað stress hlaupið í stjórana yfir mér því ég á að vinna frá hálf átta til sjö alla daga næsta hálfa mánuðinn. fjör eða þannig.

******

Voðalega er ég eitthvað heppinn alltaf með rafvirkjana sem vinna í kringum mig. Þrátt fyrir að vera vélvirki hef ég alltaf hreint í kringum borðið mitt og svona nánasta umhverfi er haldið hreinu, þá koma rafvirkjarnir og byrja að vinna við að klippa niður víra og plastbönd í gríð og erg þannig að ruslinu rignir yfir borðið hjá mér og ég þarf að byrja upp á nýtt að taka til.

Það er einhver stéttarpest hjá rafvirkjum hér á íslandi að dreifa rusli kringum sig, ekki létu Færeysku rafvirkjarnir svona, þeir tíndu alla vírenda og afklippur upp eftir sig og hentu í ruslið.

*****

Já og vel á minnst eru ekki allir búnir að hita upp fyrir kröfugöngur?