sunnudagur, apríl 24, 2005

Slappur penni

Það held ég að ég sé orðinn slappur penni því það er farin að líða heil vika milli skrifa hjá mér. Þetta orsakast að hluta af því að Meinvill er að vinna að ritgerð öll kvöld í tölvunni og ég reyni að halda mig fjarri á meðan og í þokkabót er svo mikið að gera í vinnunni að það er ekki venjulegt, það var ekki einusinni slegið af á sumardaginn fyrsta. Vonandi skilar þetta sér í umslagið.

*******

Vel á minnst gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

*******

Ég fór á fyllerí í gær og var þunnur í morgun, þó ekki lengi því ég var vaknaður klukkan 8 og mættur við imbann til að sjá tímatökur í F1. Ég lagði mig síðan aftur því ég gat ómögulega farið að aðhafast neitt af viti fyrr en eftir kappaksturinn sem var vægast sagt geggjaður, orgelleikarinn frændi Meinvills kom til okkar um hádegi og horfði á formúluna með mér, mér til mikillar skemmtunar því hann fagnaði í hvert sinn sem rauði bíllinn reyndi framúrakstur en ég fagnaði þegar sá sem er í íkea litunum varðist.

Nú held ég að Sænski nýbúinn þurfi að fara að éta eitthvað ofan í sig sem hann sagði í upphafi tímabils þegar hann taldi víst að ég myndi bara fagna einusinni á tímabilinu.

********

Kjötsúpan var líka á fylleríi í gær og fór á kostum í kareoke sem veisluhaldarinn á. Ég slapp með skrekkinn því ég náði einhvern veginn að koma mér hjá að syngja í þetta apparat. úff hvað ég kaupi mér margar gerðir af raftækjum áður en ég fæ mér svona apparat.