fimmtudagur, maí 12, 2005

Mikið var

Að ég nennti að setjast við skriftir. Ég er farinn að sjá fyrir endann á þessari bansettu vinnutörn sem mér finnst hafa staðið yfir síðan um áramót, hún er reyndar bara búin að vera síðan um páska en það er samt alveg nóg.

Það er ekkert gaman að taka svona tarnir hér í bænum því maður hefur andskotann ekkert upp úr því miðað við ef maður fær að fara út á land eða úr landi.

********

Tek undir með Meinvill. Ég vil líka göng undir Garðabæ, það eru alveg að verða komin göng undir kópavog( þegar Gunnar verður búinn að byggja yfir gjána) þannig að wannabiemillana í garðabæ munar sennilega ekki um að moka eina holu undir þorpið.

*******
Annars ætla ég að óska Sjálfstæðisflokknum innilega til hamingju með að vera kominn með enn einn liðsmann sem hefur klæðst þverteinóttum fötum. Magnað að maður kýs flokk á þing en svo ef flokknum dettur í hug að skipta um flokk er ekkert því til fyrirstöðu að flokkurinn sem ég kaus gangi í flokkinn sem ég vildi alls ekki kjósa. Skrýtið að fyrst maður kýs flokk skuli einstaklingar úr flokknum geta gengið í annan flokk og tekur umboð frá kjósanda gamla flokknum með sér í nýja flokkinn.

*******

Búinn að panta meira Modest mouse frá útlandinu, draslið kemur vonandi innan mánaðar því ég held að hver diskur með Modest Mouse dugi ekki nema einn mánuð í stöðugri spilun hjá mér.

*******

Ég ætla að reyna að komast í veiði um helgina, vonandi verður gott veður.

********

Aus systir var í speglinum á RUV í gær að tala um umhverfismat og eitthvað svoleiðis.

*******

Ef þið eigið gamlan 19" flatan tölvuskjá sem þið eruð hætt að nota, megið þið gefa mér hann(má ekki vera meira en mánaðar gamall) gamli skjárinn minn sem fylgdi fyrsta tölvuræflinum er eitthvað farinn að gefa sig,myndin á það til að taka Mullersæfingar rétt fyrir háttinn og rétt eftir háttinn.

*****

Meira þingkjaftæði, þrefalt húrra fyrir því að Halldór herðatré Blöndal er að hætta á þingi, herðatrésnafnið er að Norðan þar sem menn fundu það út að sennilega væri kallinn herðatré frekar en annað því ekki fundust önnur not fyrir hann en að geyma fötin sem hann klæðist.

Ekki tekur mikið betra við þegar Sólveig gull-Z sest í hásætið, þ.e ef hún eltir ekki eiginmann sinn í fangelsi. Held það verði gaman að sjá hvort það verður ekki smíðað annað 8 milljón króna klósett við hliðina á forsetastólnum, ekki má Solla gull-Z hlaupa langt ef hún kemst í spreng.