fimmtudagur, maí 26, 2005

Ég heimta að fá sumar sem fyrst

Og hana nú! Í fyrra var blautasti maí frá því mælingar hófust, ég man það því ég var alltaf að bíða eftir að komast út á svalir í sólbað. Nú er sá kaldasti, ég er ekki viss um að ég muni það eftir ár en allavega er maður búinn að fá smá leið á endalausa vetrinum sem ríkir á Grandanum.

*****

Ég fór til augnlæknis í dag, ég er ekki að verða blindur og bletturinn sem ég sé stundum er einhver skuggi sem truflar sjóntaugina...... skildi ekki alveg hvað hann sagði en ég skildi þó að ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu. Sem er mjög gott. Ég MÁ fá mér ódýr gleraugu , ok fjúff ég hafði áhyggjur af því að ég mætti bara fá mér dýr. Og ég kem til með að fá gleraugu fyrr en ég vonaði, jamm læknirinn sagði þetta eins og maður hefði beðið eftir einhverjum sjóntruflunum síðan maður fæddist bara til þess eins að vera reffilegur með gleraugu.