miðvikudagur, maí 26, 2010


Fyrsta fjallganga ungans fór fram á sunnudaginn. Fyrir valinu verð Stórhöfði ofan Hafnarfjarðar. Ég klikkaði svakalega á að hafa ekki Gps meðferðis svo ég gæti geymt trakkið af þessari fyrstu göngu ungans (ég er alveg handviss um að þær verða margar.
Á mánudag hljóp ég frá Kaldárseli, upp að Valabóli, yfir hálsinn við Valahnjúk og út á slóðina sem er þar og sem leið lá framhjá Helgafelli og kringum það, leiðin er c.a 8,5 Km ef ég hef mælt rétt á korti.

Í gær var svo tekinn sprettur á Helgafell, tími frá bíl og á toppinn var aðeins undir því besta, 22,5 mín. Við héldum svo hlaupinu áfram yfir fellið og niður vestanmegin með viðkomu við gataklettinn.
Ég veit ekki vegalengdina en hlaupið tók 1 klukkutíma og 1 mínútu (við villtumst aðeins á niðurleiðinni og þurftum að hlaupa nokkrum sinnum upp og niður á kafla).