miðvikudagur, júlí 29, 2009

Ég fór í búð í dag til að kaupa sitt lítið af hverju. Meðal þess sem var á innkaupalistanum var hnetuolía, ég strunsaði að olíurekkanum og byrjaði að skoða það sem var til. Við fyrstu sýn virtist úrvalið vera gott en þegar betur var skoðað þá voru bara til tvær gerðir af olíu þrátt fyrir fjölskrúðugar pakkningar og allavega lita brúsa, þá var bara til ólífuolía og isio4.
Það er ferlega skrítið þegar maður horfir á stærðarinnar hillu fulla af olíu að það séu bara til tvær tegundir af olíu frá mörgum mismunandi framleiðendum. Ég lenti í þessu einhverntíman fyrir nokkru þegar ég ætlaði að kaupa maís-tortillur þá voru til hveititortillur frá mörgum frameiðendum en engin maístortilla. Það er hálf hallærislegt að hafa þetta svona.