laugardagur, september 06, 2008

Ég skrifaði hér inn um daginn að ég ætlaði að fara að búa til myndasíðu á netinu. hún er til en ég á reyndar eftir að flokka og setja fleiri myndir inn. Um síðustu helgi henti ég nokkur hundruð myndum úr tölvunni því ég hef þann leiða sið að setja allar myndir úr myndavélinni inn í tölvuna, henda einni mynd á netið og geyma svo hinar 150. Þessu þarf að breyta því það er óþarfi að vera með tugi mynda sem eru allar næstum eins en bara ekki alveg eins góðar og sú sem fór á netið.

Hér er albúmið en myndirnar sem eru þarna hafa flestar birst á bloggernum fyrst.