Við Natalía
韵 horfðum á setningarathöfn Ólympíuleikanna í gær. Ég gapti allan tímann meðan ég horfði, við brugðum okkur reyndar frá í einn klukkutíma til að ná okkur í fegurðarblund sem öðru okkar veitti ekki af. Merkilegt hvað fjölmiðlar eru allir fullir eftirvæntingar um að eitthvað fari úrskeiðis hjá Kínverjunum. Ég sá ekkert sem fór úrskeiðis við setningarathöfnina, ég nennti reyndar ekki að horfa á íþróttamennina ganga inn á völlinn þannig að ég missti af því sem Fréttablaðið birti mynd af án þess að skrifa um. Það voru Íslensku íþróttamennirnir sem voru að sinna mikilvægum símtölum meðan þeir gengu inn á völlinn. Þvílík hallærislegheit að geta ekki slökkt á símanum meðan gengið er inn á Ólympíuleikvanginn. Það er ekki eins og þetta sé hversdagslegur viðburður hjá íþróttamönnum. Ég skil ekki hvað er svo mikilvægt að það það megi ekki bíða nokkrar mínútur meðan gengið er inn á leikvanginn, það er svo hægt að tapa sér í sms og símablaðri þegar komið er á áfangastað og búið að stilla upp eftir inngönguna.
<< Home