mánudagur, júní 23, 2008

Ég held að fyrsti bíllinn minn hafi verið hálfgerð drusla.

Ég fór í dag og keypti bremsuklossa í jeppann. Ég ætlaði að vera búinn að því fyrir lifandis löngu síðan því það logaði alltaf bremsuljós í mælaborðinu. Ég byrjaði á að fara í stillingu því það er styst að fara þangað en þeir áttu ekki klossa þannig að ég brunaði í Suzukiumboðið. Þegar sölumaðurinn var búinn að finna varahlutina fyrir mig og láta mig borga, spurði hann hvort ég hefði ekki átt súkku fox í gamladaga. Ég gat víst ekki neitað því, hann sagðist þá muna eftir mér frá því ég var fastagestur í varahlutadeildinni.

Þegar ég gekk út var ég sannfærður um að bíllinn hafi verið drusla því ég seldi hann árið 1993 og sölumaðurinn man enn eftir mér og bílnum.