sunnudagur, júní 29, 2008

Við fórum út að borða á föstudag, unginn var settur í pössun til ömmu sinnar á meðan. Þetta er í fyrsta sinn sem við förum eitthvað tvö saman út síðan í ágúst í fyrra þegar við lögðum af stað í stóru ferðina. Það var soldið skrýtið að fara svona í burtu frá unganum.


Í gærkvöld fórum við á tónleika í Laugardalnum. Við vorum mætt upp úr klukkan 6 og fundum okkur sæti á góðum stað í brekkunni. Natalía var með í för og virtist hafa nokkuð gaman af öllu fólkinu sem var þarna. Það var allavega mesta furða hvað hún hélt ró sinni því við fórum ekki heim fyrr en rúmlega 10. Þá var okkur orðið frekar kalt og eins gott að reyna að troðast heim áður en allir færu heim.

Nú á ég bara eina viku eftir heima í barneignaleyfi og svo byrjar vinnan aftur með tilheyrandi gleði. Ég get huggað mig við það að ég á allt sumarfríið eftir og tek það í ágúst. Þá þarf að brúa bilið frá því Anna byrjar að vinna og þar til Natalía kemst á leikskóla.
Þetta er kannski engin óskastaða að geta ekki tekið sumarfríið saman en það verður bara að hafa það eins og er. Við tökum bara flottara frí á næsta ári.