miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Ég get svo svarið fyrir það að ég bý í gömlu vændishúsi. Ég var úti í garði í gær og var að ræða við nágranna minn. Sá sagði mér að vændiskona hefði búið í íbúðinni okkar og starfaði heima hjá sér. Fleiri grannar bættust í hópinn og fóru að rifja upp tímann með vændiskonunni. Konan sem býr við hliðina á okkur sagði að það hefði verið svo mikill bisness hjá henni að menn hefðu nánast tekið númer hér úti á tröppum. Löggan komst víst í málið og truflaði viðskiptin eitthvað en fékk hana ekki dæmda, því vændið var aukavinna. Ef það hefði verið eina vinnan hennar þá hefði hún sennilega verið sakfelld.