Ég skaust milli haglélja í gær inn í hjólabúð til að kaupa rautt blikkljós aftan á hjólið mitt svo bílstjórar sjái mig þegar ég þeytist í og úr vinnu. Það var furðu mikið að gera í búðinni miðað við veðrið sem var og líka miðað við að það er komið haust.
Ég labbaði einn hring um búðina meðan ég beið eftir að fá afgreiðslu, ég sá þar hjól sem eru einhverslags millibil milli keppnishjóla og fjallahjóla. Þetta eru hjól sem eru á breiðari dekkjum en keppnishjólin og með hærri gírum en fjallahjólin þannig að þau ættu að henta betur til að komast hratt milli staða innanbæjar. Þó fjallahjólið sé ágætt til síns brúks þá finnst mér ég fara full hægt yfir á því, ég held ekki nema c.a 20 km meðalhraða á því og næ ekki nema 50 niður bratta brekku með pedalana á yfirsnúningi. Þess vegna er ég að spá í að kaupa mér annað hjól með vorinu.
Ég væri svo sem til í keppnishjól ef það væri hægt að fá þau með sterkari dekkjum. Best að nota veturinn í að stúdera þetta.
<< Home