miðvikudagur, október 15, 2008

Þegar ég keyrði gegnum sveitina áðan á leið frá Akranesi, sá ég að kindur eru orðnar mun snyrtilegri í dag en þær voru fyrir nokkrum árum. Ég keyri alltaf framhjá nokkrum sveitabæjum á hverjum degi en hef ekki tekið eftir því áður að kindur nútímans eru allar hreinar og vel greiddar, ekki skítugar og með krullur.