mánudagur, mars 20, 2006

Ég var svo duglegur um helgina að það er engu lagi líkt. Á föstudag fór ég á smurstöð strax eftir vinnu svo Meinvill gæti farið á ný smurðum bíl í fylleríisferðina sína upp í sveit. Svo fór ég og hitti bráttuhópinn í Kópavogi þar sem við sleiktum sárin eftir aðalfund og kyngdum kökknum með pizzu og svaladrykk.

Á laugardag vaknaði ég klukkutíma of snemma, þ.e. klukkan fimm um morguninn,,,,,, ástæðan var tímatökur í Múlunni. Þegar ég fattaði að þetta byrjaði ekki fyrr en sex ákvað ég að leggja mig í klukkutíma. Þannig að ég var kominn á fætur klukkan sex og búinn með 1000 ml af kaffi klukkan hálf sjö. Þá settist ég við tölvuna og skrifaði bréf til klukkan tíu.

Upp úr hádegi var ég kominn inn í Reykjavík til að kaupa eldavél. Þegar ég var búinn að sækja hana fór ég í kaffi í pestarbælið við Otrateig.

Um sjö leytið var eldavélin komin á sinn stað og búið að tengja.

Kvöldið fór fyrir lítið,,,,, sennilega bara í tölvuleti.

Ég vaknaði klukkan hálf sjö á sunnudaginn og settist aftur fyrir framan imbann til að horfa á meiri Múlu, ég var heldur spentari þá en daginn áður því meðfram sjónvarpsglápi fylgdist ég með netinu því ég var að bíða eftir að sjá myndir frá Kína því hópur 14 fékk dömurnar sínar um morguninn.

Klukkan 10 var ég búinn að þrífa stigaganginn og klukkan hálf tólf var ég mættur í bröns hjá moms.

Eru menn svo hissa að maður sé dauð þreyttur eftir helgarfríið.