Ég veit ekki hvað ég á að gera, ég hef ekki fengið tölvupóst síðan í fyrradag, ég er ekki á leiðinni á fund, ég er ekki að vinna og ég hef ekkert að gera. Það er svo langt síðan ég hef haft svona lítið að gera.
Okkur tókst að plata ríkisstjórnina til að hjálpa þeim sem ættleiða börn frá útlöndum. Heimurinn er ekki fullkominn og þessvegna lendum við að öllum líkindum utan styrkja vegna þess að styrkveitingar hefjast ekki fyrr en 2007. Við ætlum reyndar ekki að gefast alveg strax upp, ætli við skipuleggjum okkur ekki aftur og látum svo vaða í ríksstjórnina aftur þannig að við fáum aur eins og hinir sem á eftir koma.
***
Þegar ég ætlaði heim úr vinnunni á föstudag og var búinn að öllu nema að stimpla mig út, stoppaði verstjórinn mig við stimpilklukkuna og spurði hvert ég væri að fara "ekkert" svaraði ég og vann fram á kvöld, laugardagur fór í vinnu og sunnudagur þannig að helgarfríið sem ég lagði af stað í á föstudag varð að engu. Hann er alltaf jafn tímanlega í því að biðja mann að taka aukavinnu
***
Á laugardagskvöldið fórum við á Humarhúsið með vinnufélögum Meinvills, ég borðaði hálft kíló af humri, andasalat og brulé. Hrikalega gott fimm stjörnu kvöld.
<< Home