Ég átti röngu setninguna á ranga tímanum í gærkvöld. Þannig var að ég fór til að lesa yfir reikninga húsfélagsins hjá konu á neðstu hæðinni. Ég spurði út í eitthvert atriði sem mér fannst vert að spyrja um svo það liti út fyrir að ég hefði eitthvert vit á reikningunum. Konan dró eitt blað út úr bunkanum og sagðist ekki muna alveg hvar sú tala sem ég spurði um væri. Ég náttúrulega brosti út að eyrum og spurði stundarhátt um leið og ég benti á hausinn á mér hvort allt væri komið í einn graut í þeim gráa. Konan horfði hvasst á mig og sagðist hafa fengið heilablóðfall í janúar. Sennilega hefur komið skrýtinn svipur á mig því mig sárvantaði orð í smástund en blóðið lét sig ekki vanta fram í andlit því ég held ég hafi sótroðnað.
Skakkarlappir
Brátt kemur sólin
<< Home