Þá er strangri en ekki langri helgi að ljúka. Ég náði þó að sofa út báða dagana.
***
Í gær fórum við í langa heimsókn til að hitta tilvonandi ferðafélaga sem ætla með okkur til Kína. Okkur líst vel á hópinn og við erum spennt að hitta þau aftur. Ég held að stefnan sé sett á að hittast einusinni í mánuði fram að brottför sem verður vonandi ekki mikið seinna en í september. Gosh mér finnst þetta svo langt í burtu að mér finnst ég ekki þurfa að gera neinar ráðstafanir nærri því strax en ef maður telur skiptin sem við komum til með að hittast fyrir brottför þá er það ekki svo oft.
***
Meinvill hélt upp á afmælið sitt í dag. Það var fullt hús af fólki og fullt borð af sætindum. Sumir gestirnir fengu séð aðallega eina sort, sérstaklega frænka mín sem lagðist á nammiskál með marglitu nammi. Hún var svo aðgangshörð að amma hennar bað mig að gera eitthvað í málinu, sem ég gerði. Ég tók bara stóru skálina meðan hún sneri sér undan og setti í staðinn skál sem er að öllu leiti eins og hin nema bara 20 númerum minni, sú stutta áttaði sig á breytingunni og þráspurði "hvað gerðist eiginlega?" Ég sagði henni að það væri afþví hún hefði borðað svo mikið úr hinni skálinni að hún skrapp saman. Ég held hún hafi ekki trúað mér.
<< Home