þriðjudagur, janúar 03, 2006

Það var innan við einnarstikuskyggni í morgun á Hellisheiði. Stundum sást bara framrúðan innanverð, ég var fremstur af þremur eða fjórum bílum sem siluðust eftir heiðinni á vegöxlinni sem er ekki eins slétt og vegurinn. Það var soldið óþægilegt þegar maður sá enga stiku, þá hægði ég bara enn betur á mér og vonaði að enginn væri að flýta sér mikið á eftir mér.