laugardagur, desember 17, 2005

Ég er hættur að drekka áfengi. Síðasti sopinn var tekinn í nótt klukkan tvö. Ef þið ætluðuð að draga mig með á fyllerí þá er það of seint, ég ætla aldrei að bragða þennan andstyggðar drykk aftur. Í mesta lagi einn bjór, en ekki meira.

Í það minnsta verður enginn ókeypis bjór drukkinn, hann fer svo illa í maga og haus.

Ég kom heim úr vinnuskralli einhverntíman í nótt, ég var svooo fullur að ég sá tvöfalt, gekk út á hlið, datt, ældi, röflaði og stein dó svo í rúminu mínu svo vaknaði ég klukkan níu og fór í klippingu. Ég er nokkuð viss um að það hefur svifið á dömuna sem klippti mig því ég angaði víst eins og spritttunna.

Þar hafið þð ástæðuna fyrir því að ég ætla ekki aftur á fyllerí.