föstudagur, desember 09, 2005

Það er farið að sjá fyrir endann á framkvæmdunum á heimilinu. Ég hef ekki getað unnið neitt í heila viku í þessu vegna anna bæði í samkvæmislífinu og vinnunni. Á þriðjudag tíu mínútum áður en ég átti að fara heim úr vinnuni, eftir tíu tíma vinnu, kom verkstjórinn til mín og spurði hvort ég gæti unnið aðeins lengur, ég hélt það nú, enda ekki mikið mál að bæta aðeins við sig. Klukkan níu um kvöldið áttaði ég mig á að ekki væri allt með felldu og hringdi heim til að tilkynna fjarveru frá rúminu mínu um nóttina. Ég hélt mér gangandi á kaffi og sælgæti alla nóttina því ég var frekar sybbinn. Ég hlakkaði líka mikið til að sjá vinnufélagana mæta því ég hélt að þeir myndu leysa okkur af svo við gætum farið heim að sofa, svo var ekki þannig að ég varð að vinna til klukkan rúmlega níu morguninn. Það er ekkert vit í að vinna svona langan dag því síðustu klukkutímana gerir maður endalausar vitleysur. Síðustu tvo tímana sofnaði ég í tíma og ótíma meðan ég reyndi að sjóða stykkin saman sem við vorum að smíða, eins og gefur að skilja fer svefn og rafsuða ekki vel saman. Það var kærkomið að koma heim og sjá fyrst sturtuna og svo rúmið rétt undir tíu, sem gerir tuttugu og sjö tíma á fótum og þar af 26 í vinnu og þar af sextán án kaffi og matartíma. Algjör bilun. Korteri eftir að ég lagðist upp í rúm, byrjaði einhver snillingur að vinna fyrir utan gluggannn minn með bensíndrifna steinsög, því mátti ég klöngrast á fætur aftur og loka glugganum.

***

Þeir sem hafa snefil af tónlistaráhuga ættu að tékka á plötunni Cripple Crow með Devendra Banhart. Þetta er algjör djöfuls snilld með vini Cocorosie og Antony and the Johnsons.

Það er gæsahúð við hverja spilun. Hér má nálgast eitthvað um plötuna.